Stórir fiskar í Húseyjarkvísl

Veiði hófst að venju þann 1.apríl s.l í Húseyjarkvísl og voru þeir félagar Björgvin og Guðmundur sáttir í lok veiðitúrs.

Guðmundur með 77cm hryggnu  Björgvin með 82 cm birting

Þeir félagar voru í ánni 12.-15.apríl og segir Björgvin svo frá gangi mála: „Fórum félagarnir í kvíslina í síðustu viku og vorum við veiðar í 3 daga með þokkalegum árangri þrátt fyrir að vera í sunnan roki mest allan tímann. Vorum að fá fiska um alla á þó ekki hafi verið neitt mok á einum stað umfram annann. Stærstu fiskarnir voru 77 cm hrygna sem kom uppúr veiðistð nr. 8 og 82 cm hængur sem var tæplega 50cm í ummál og kom hann upp úr veiðistað nr.21. Góð veiðiferð svona í vorkuldunum og fóru menn ánægðir heim að lokinni yndislegri viðveru við fallega á þrátt fyrir mikin vind og kulda .“

Myndirnar eru frá Björgvin Pálssyni kenndum við Veiðifluguna á Reyðarfirði, en hann sendi okkur þær. Á efri myndinni er hann sjálfur með 82 cm hænginn sem um ræðir, en Guðmundur veiðifélagi hans er hér til hliðar með glæsilega 77 cm hrygnu sem hann setti í og landaði. Fallegir fiskar og án vafa hundgamlir og búnir að ganga í ána til hrygningar all nokkrum sinnum eins og sjóbirtinga er háttur


Dragon Stangveiðivörur


Veiðiflugan hefur hafið samstarf við Pólska veiðivöruframleiðandan Design fishing og eru við stollt af því að vera valin samstarfsaðili þeirra á íslandi.

Design fishing markaðsetur sínar vörur undir vörumerkinu Dragon og er það mjög vel þekkt víða í Evrópu.
Við komum til með að vera með ýmsa vöruflokka frá Dragon og má þar nefna sem dæmi, stangir, hjól, mjúka beitu , fatnað og fleirra og er óhætt að segja að þar fari saman mikil gæði og gott verð.
Við munum leyfa ykkur að fylgjast vel með öllum nýjungum sem við verðum með frá Dragon um leið og þær berast og hefur fyrsta sending þegar komið í hús og lofar hún góðu, en þar eru meðal annars glæsileg veiðihjól, kaststangir og mjúk beita fyrir Jighead króka ásamt Jighead krókum.

Dragon leggur mikinn metnað í framleiðslu sína, og hafa flestar vörur sem þeir framleiða farið í gegnum hendurnar á reyndum veiðimönnum í Dragon Team hópunum þeirra áður en varan er framleidd.

www.veiðiflugan.is

Kv
Veiðiflugan


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband